Sunday Sep 27 2015

Sunnudagaskóli á hreyfingu

116, Reykjavík 116, Iceland Árni Svanur Daníelsson Árni Svanur Daníelsson / Brautarholtskirkja
  • Where Reykjavík,
    Iceland
  • When Event Start
    11:00

Sunnudaginn 27. september er lokadagur hreyfiviku á Íslandi og í Evrópu. Í tilefni dagsins verður sunnudagaskólinn í Brautarholtskirkju á mikilli hreyfingu. Sr. Árni Svanur, Rannveig Iðunn og Páll organisti ætla að leiða unga og aldna í skemmtilegum hreyfisöngvum, kenna skemmtilegar og gagnlegar hreyfingar sem virka á hugann, hjartað og líkamann og velta því fyrir sér hvernig Jesús hreyfði sig. Kirkjugestir eru hvattir til að koma í þægilegum fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í. Sunnudagaskólinn í Brautarholtskirkju er annan hvern sunnudag klukkan ellefu. Allir krakkar og vinir þeirra eru velkomnir.