Árskóli - Gleðiganga og leikir
við Skagfirðingabraut , Sauðárkrókur 550, Iceland Thelma Knútsdóttir Umss-
Where Sauðárkrókur,
Iceland -
When Event Start
10:00
Hin árlega Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki verður haldin mánudaginn 29.maí. Þátttakendur göngunar mæta flest í litskrúðugum klæðnaði. Lagt verður af stað frá Árskóla klukkan 10:00. Gengið verður sem leið liggur upp að Sjúkrahúsi / Dvalarheimili þar sem farið verður í leiki á túninu og sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Þá verður haldið af stað niður í bæ og áð við Ráðhúsið þar sem sungið verður fyrir starfsfólk þess. Þaðan er síðan gengið út að Kirkjutorgi og snúið við og gengið aftur í skólann þar sem boðið verður upp á veitingar. Bæjarbúum er velkomið að slást í hópinn.