Ókeypis heilsufarsmæling
Kjarni, Þverholti 2, Mosfellsbær 270, Iceland Ólöf Kristín Sívertsen Heilsueflandi samfélag - Mosfellsbær-
Where Mosfellsbær,
Iceland -
When Event Start
09:00
Í tilefni hreyfiviku UMFÍ bjóða SÍBS Líf og heilsa og Heilsueflandi Mosfellsbær í samstarfi við heilsugæsluna í Mosfellsbæ upp á heilsufarsmælingu, laugardaginn 26. maí kl. 09-15 á torginu í Kjarna, Þverholti 2. SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Sjá www.sibs.is/lifogheilsa