Flataskólaleikar
Flataskóli v/Vífilsstaðarveg, Garðabær 210, Iceland Fanney Ófeigsdóttir Fanney Ófeigsdóttir-
Where Garðabær,
Iceland -
When Event Start
8:30
Flataskólaleikar er árlegur viðburður á vordögum Flataskóla. Þá koma allir nemendur skólans frá 4 ára bekk og upp í 7. bekk saman á skólalóðinni og leika hina ýmsu sumarleiki. Unnið er á níu stöðvum á fjórum svæðum á skólalóðinni. Sömu stöðvar á öllum svæðum. Þessar níu stöðvar eru: Hlaup í skarðið, snú-snú, hringjakast, boðhlaup, stígvélakast, pókó, boccia, hollý hú og kubbur. Nemendum er skipt niður í hópa og svæði og leika í 15 mínútur á hverri stöð. Elstu nemendur í hverjum hópi eru fyrirliðar og sjá til þess að hópurinn haldi saman og fari saman yfir á næstu stöð og jafnframt aðstoði yngri nemendur í leikjunum. Starfsmönnum skólans er skipt niður á stöðvarnar og taka þeir á móti börnunum á þeirri stöð sem þeir hafa umsjón með, útskýra leiki og aðstoða. Flataskólaleikar standa yfir frá 8:30-11:15 Markmið Flataskólaleika er að frá alla nemendur til að hreyfa sig saman, kynnast og auka samvinnu þvert á árganga. Einnig að kynna börnunum fyrir hinum ýmsu leikjum sem gaman er að leika saman í hóp og auka einnig hreyfingu barnanna á skemmtilegan hátt. Gengið er út frá því að hafa hreyfinguna sem fjölbreyttasta þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og mögulega finni sér hreyfingu eða leik sem þau hafa áhuga á að framkvæma aftur og aftur.