Sunday Jun 03 2018

Ganga, hjóla, hlaupa yfir Skarðsheiði

Hreppslaug, Borgarnes 311, Iceland Sigurður Guðmundsson Sigurður UMSB
  • Where Borgarnes,
    Iceland
  • When Event Start
    10:00

Viðburður sem gaman verður að taka þátt í. Hjólarar,göngufólk og hlauparar fara saman yfir Skarðsheiðarveg sunnudaginn 3. júní. Allir geta því tekið þátt :) Endað verður í Hreppslaug í grilli. Skarðsheiðarvegur er hin forna þjóðleið milli Leirársveitar og Andakíls, þvert fyrir vesturenda Skarðsheiðarinnar, þ.e. um Miðfitjaskarð milli Skarðsheiðar að austan og Hafnarfjalls og Hrossatungna að vestan. Þegar lagt er upp að sunnanverðu er hægt að velja um 2-3 mismunandi leiðir, en einfaldast er að byrja á Vesturlandsveginum á Skorholtsmelum, rúmum kílómetra sunnan við Fiskilæk í Melasveit. Skorholtsmelar eru jökulruðningurinn milli bæjanna Skorholts og Fiskilækjar, og á umræddum stað liggur svolítill afleggjari til norðurs, þ.e. til hægri ef leiðin liggur frá Reykjavík vestur og norðurum. Fyrstu 5 kílómetrana eða svo liggur leiðin eftir greiðfærum malarvegi um mela og birkikjarr upp að fjallsrótum. Síðan tekur sjálfur heiðarvegurinn við.