Friday May 27 2016

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla

Skólaeldhús GSS, Stykkishólmur 340, Iceland agnes@stykkisholmur.is agnes@stykkisholmur.is
  • Where Stykkishólmur,
    Iceland
  • When Event Start
    16:00

Í Hreyfivikunni verður ýmislegt hægt að læra varðandi heilbrigðan lífsstíl og ætlar Ragga Nagli að bjóða upp á matreiðslunámskeið í Stykkishólmi föstudaginn 27. maí. Klórarðu þér stundum í skallanum yfir hollu mataræði? Hvernig á eiginlega að borða Hvað? Hversu mikið? Hvenær? Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt? Hvernig getur maður gert hollt jafnframt gómsætt og girnilegt. Þú færð fræðslu um innihaldsefnin, og aukna þekkingu á hvernig hægt er að skipta út sykri, hveiti og smjöri fyrir hollari hráefni. Fjórir tímar af sköpunargleði í eldhúsinu sem endar á sameiginlegri veislu þar sem við sökkvum tönnum í afraksturinn. Allir þátttakendur fá uppskriftahefti til að spreyta sig í eldhúsinu heima. Matreiðslunámskeið Röggu Nagla hafa slegið í gegn, og selst upp á örfáum tímum. Ragga er heilsusálfræðingur sem er ötull talsmaður fyrir hollu mataræði og hvernig sé hægt að gera það jafnframt spennandi og gómsætt. Námskeiðið er dyggilega stutt af hreinum og gæðavottuðum vörum NOW á Íslandi og verslunum Nettó/Samkaupa. Mæting er í heimilisfræðistofu Grunnskólans kl. 16:00 og er námskeiðið c.a. 4 klst. Allt hráefni verður á staðnum og munuð þið taka þátt í matargerðinni :) Takmarkaður fjöldi kemst að svo það er nauðsynlegt að skrá sig. Verð eru litlar 15.000 krónur á mann :) Fjárfestu í eigin líkama, þú átt aðeins einn !