Thursday May 26 2016

Sjósund með Sjós

, Seyðisfjörður 710, Iceland Eva Jónu. Seyðisfjarðarkaupstaður
  • Where Seyðisfjörður,
    Iceland
  • When Event Start
    20:00

Sjós býður fólki með sér í sjóinn fimmtudaginn 26. maí. Mæting út hjá Þór klukkan 20:00. Ráðleggingar til nýliða í sjósundi: *Gott er að vera í sokkum, skóm, blautskóm, vettlingum eða, blautvettlingum og vera með sundhettu eða húfu í áberandi lit. *Hafa með sér góð og þægileg föt til að fara í eftir sjósundið. *Syndið aldrei ein verið ávallt með félaga með ykkur. *Fylgist með þeim sem þið syndið með. Talist reglulega við til að fylgjast með líðan og meðvitund. *Óvanir ættu að vera skamma stund í sjónum í fyrstu skiptin og vera með vönu sjósundsfólki. *Mikilvægt er að fara varlega fyrstu ferðirnar. *Mesta hindrunin er að komast yfir áfallið (sjokkið) vegna kuldans þegar farið er fyrst út í. Til að minnka sjokkið er gott að bíða í fjörunni til að kæla sig niður áður en farið er út í Og þegar út í er komið er mjög mikilvægt að einbeita sér að því að anda djúpt og rólega til að komast yfir sjokkið. Passa vel að ofanda ekki. Við byrjuðum þannig að við óðum út í sjóinn upp að hnjám eða lærum, fórum upp úr í smá stund og út í aftur og gerðum þetta nokkrum sinnum og þegar við vorum orðin öruggari með okkur í sjónum og þekktum orðið viðbrögð líkama okkar þá fórum við að fara lengra og svo endaði á því að við syntum og núna í dag syndum við eins og selir. Númer eitt tvö og þrú hlustið á líkama ykkar!