Monday Sep 29 2014

Hreyfivikan - MOVE WEEK á Íslandi

Sigtún 42, Allt landið 105, Iceland Sabína Steinunn Halldórsdóttir Ungmennafélag Íslands
  • Where Allt landið,
    Iceland
  • When Event Start
    08:00

MOVE WEEK er haldin um gjörvalla Evrópu í fyrstu viku októbermánaðar. Í ár verður vikan haldin dagana 29.september – 5.október. Hreyfivikan „MOVE WEEK“ er hluti af NowWeMOVE herferðinni. Markmið Hreyfivikunnar „MOVE WEEK“ er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu. Mikill fjöldi samtaka um allan heim, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt að mörkum við að skipuleggja viðburði, kynna það starf sem þegar er til staðar og smita frá sér jákvætt hugarfar tengt hreyfingu í Hreyfivikunni. NowWeMove herferðin er skipulögð af ISCA í samstarfi við Evrópu samtök hjólreiðamanna (ECF).

Boðberar Hreyfivikunnar - MOVE WEEK eru stjörnur vikunnar, boðberarnir láta hlutina gerast en hverjir eru þessi boðberar. Það eru sjálfboðaliðarnir um allt land. Það fer alveg eftir eðli og umfangi viðburðanna sem verða hjá þér og þínum hvort þú þurfir marga sjálfboðaliða. Frjáls félagasamtök á Íslandi eru að stjórum hluta byggð upp á sjálfboðaliðastarfi og því margir nú þegar til staðar. Víða er þó 1 og 1 sem er í launuðu starfi en þarf gott fólk með sér til að gera gott starf betra og halda góða Hreyfiviku. Herferðin er líka hugsuð þannig að við vinnum saman – samfélagið í heild og virkjum alla til að gefa af sér í Hreyfivikunni. Margt smátt gerir eitt stór ;) Sjálfboðaliðar eru mikilvægir – en ekki taka þá sem sjálfsagðan hlut – virkið kosti hvers og eins og með þeim hætti ná allir að njóta sín og smita af sér í Hreyfivikunni